Ţú ert hér:
Nýjustu fréttir
Göngunni flýtt vegna landsleiksins í fótbolta. Gengið frá Perlunni kl. 17:30Síðasta ganga fyrir...
Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjósta-krabbameini....

Mæðradagsganga Göngum saman 8. maí 2016

Göngum saman hélt árlega styrktargöngu sína um allt land á mæððradaginn, sunnudaginn 8. maí. Gangan gekk vel og góð þátttaka var um allt land. Þetta er stærsta fjáröflun ársins hjá félaginu og er gangan því mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins. Allt sem safnaðist í göngunni rann í styrktarsjóðinn. Félagið styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini en þær eru undirstaða þess að lækning finnist í framtíðinni.

Gengið á 16 stöðum um allt land

Styrktarganga Göngum saman fór fram á 16 stöðum um allt land. Gengið var í bæjarfélögunum Borgarnes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Hvammstangi, Siglufjörður, Akureyri, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Neskaupsstaður, Reyðarfjörður, Höfn, Vestmannaeyjar, Hveragerði, Reykjanesbær og Reykjavík.

Með því að smella á göngustað hér að ofan lendir þú inn á fésbókarviðburð þess bæjarfélags. Þar er hægt að sjá myndir frá hverjum stað.