Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
02.05.2011
Verkís styrkir Göngum saman međ ţví ađ kaupa brjóstabolluna

Verkfræðistofan Verkís býður starfsfólki sínu upp á brjóstabolluna á fimmtudaginn.
Verkís sem er um 300 manna vinnustaður býður venjulega upp á afmæliskaffi  fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Í staðinn fyrir að vera með afmæliskaffið á miðvikudaginn verður það haldið fimmtudaginn 5. maí og boðið verður upp á brjóstabollurnar í staðinn fyrir hefðbundnar afmæliskökur. Verkís hefur áður styrkt félagið og þökkum við þeim þeirra stuðning um leið og við hvetjum við önnur fyrirtæki til að bjóða brjóstabollur með kaffinu 5. – 8. maí.

Bakarameistarar styðja Göngum saman með því að selja brjóstabolluna í bakaríum landsins frá fimmtudegi til sunnudags - mæðradaginn

.