Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
06.05.2011
Starfsfólki Arionbanka í Borgartúni bođiđ í bollukaffi

Okkur berast stöðugt fréttir um fyrirtæki og stofnanir sem bjóða starfsfólki sínu upp á brjóstabollur. Það er frábært að heyra af þeim stuðningi sem felst í þessu við það málefni sem Göngum saman vinnur að, þ.e. að geta stutt vísindafólk okkar til góðra verka og gefa okkur von um lækningu við brjóstakrabbameini í framtíðinni.

Í dag bauð Arionbanki starfsfólki sínu í Borgartúni upp á brjóstabollur og er myndin tekin við það tækifæri. Einnig höfum við frétt að starfsfólk útibúa, t.d. í Borgarnesi og á Akureyri var boðið í bollukaffi í gær.