Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
12.07.2011
Langatal Göngum saman júlí-des 2011

Langatal Göngum saman er komið út. Nær frá júlí til desember 2011.S.l. tvö ár hefur Langatal Göngum saman náð frá júní til júní næsta ár á eftir. Í ár var ákveðið að láta Langatalið ná út árið 2011 og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Aðeins hundrað eintök eru í boði og kostar hvert þeirra 1.000 kr. Selt í snyrtivörubúðinni Zebra Cosmetique á Laugavegi 62. Aðeins tekið við peningum og upphæðin rennur öll í styrktarsjóð Göngum saman því velunnari félagsins kostaði gerð dagatalsins.

Styðjum Göngum saman - kaupum Langatalið.