Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
10.04.2012
Ungur hönnuđur styrkir Göngum saman

Hlín Reykdal sem hefur getið sér gott orð í hönnun á skartgripum og fylgihlutum hefur hannað tvær gerðir af armböndum til styrktar Göngum saman. Verkefnið sem er í tilefni af fimm ára afmæli félagsins verður hleypt af stokkunum nú á fimmtudaginn, þ.e. 12. apríl í versluninni Kiosk á Laugavegi 65. Armböndin verða síðan til sölu í versluninni í apríl en við hvetjum fólk til að mæta á fimmtudaginn.

Það er mikill fengur fyrir Göngum saman að fá Hlín með í þetta verkefni og er henni þakkað ánægjulegt samstarf.