Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
13.05.2012
Siglfirđingar komu sterkir inn á síđustu stundu

Það var ánægjulegt í fyrradag er fréttist að nokkrar konur ákváðu að bæta Siglufirði inn á kortið hjá Göngum saman og auglýstu Mæðradagsgöngu þar. Sautján manns mættu og létu veðrið ekki stoppa sig í að ganga saman.Þetta var hressileg ganga og síðan endað í súpu á Torginu.

Fyrir Göngum saman er það frumkvæði sem við finnum hjá fólki um allt land ómetanlegt. Takk fyrir.

Myndirnar bera með sér að það var næðingur á Siglufirði í morgun.