Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
03.04.2009
Kynningarfundir á Norđurlandi gengu vel

Formaður Göngum saman Gunnhildur Óskarsdóttir hélt tvo kynningarfundi um félagið á Norðurlandi í vikunni. Á mánudagskvöldið fundaði hún með Dalvíkurkonum og var síðan á Akureyri á fimmtudag. Fundirnir tókust vel og urðu mjög fínar umræður á báðum stöðum. Þetta eru fyrstu kynningarfundirnir um félagið og reynslan af þeim sýnir að æskilegt væri að fara víðar með slíka fundi.