Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
23.08.2009
Reykjavíkurmaraţoniđ og Göngum saman

Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur aldrei verið eins mikil og í gær. Og það voru 235 sem völdu Göngum saman  sem góðgerðafélag til að hlaupa fyrir, ýmist í 3, 10, 21 eða 42 km. Öllu þessu góða fólki erum við þakklát og glöð yfir þeim mikla stuðningi sem við finnum frá fólki. Við vonumst til að aðrir hafi verið duglegir að heita á þessa þátttakendur og bendum a að það er opið fyrir áheit á netinu til miðnætis mánudaginn 24. ágúst.