Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
31.01.2010
Göngum saman á Safnanótt föstudaginn 12. febr

Vasaljósaganga Göngum saman verður á Safnanótt 2010. Á föstudagskvöldið 12. febrúar n.k. mun gangan hefjast við Þjóðminjasafnið, gengið verður um vesturbæinn og að Vesturbæjarsundlaug sem verður opin til miðnættis fyrir þátttakendur göngunnar. Lagt verður af stað eftir síðasta viðburð í safninu (um kl. 22:15) en við hvetjum fólk til að mæta tímanlega og kíkja á safnið áður en gangan hefst. Göngum saman verður með lítil vasaljós með merki félagsins til sölu í tilefni göngunnar og rennur allur ágóðinn í styrktarsjóð félagsins.

Fjölmennum og hvetjum fólk í kringum okkur til að mæta.