Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
29.04.2010
Kynningarfundur og fyrirlestur á Akureyri 1. maí
 Göngum saman boðar til morgunverðarfundar laugardaginn 1. maí 2010 kl. 10:30 á Sigurhæðum, neðan við Akureyrarkirkju, aðkoma frá Hafnarstræti. Tilgangur fundarins er að kynna starfsemi félagsins á landsvísu og ekki síst á Norðurlandi.
1. maí er safna­dagur á Akureyri og á Sigurhæðum verður dagurinn tileinkaður ,,Konum í húsi skáldsins”.
Dagskrá fundarins:
·        Anna Jóna Guðmundsdóttir sálfræðikennari og sérfræðingur í jákvæðri sálfræði verður með erindi um hamingjuna og hvernig við getum verið hamingjusamari.
·        Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman kynnir félagið.
·        Fulltrúar Akureyrar- og Dalvíkurdeildar segja frá starfinu á Norðurlandi.
Glæsilegur morgunverður verður fram borinn gegn vægu verði.
Andvirðið rennur til félagsins.