Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
04.05.2010
Fjölskylduganga í Laugardalnum n.k. sunnudag

Í tilefni mæðradagsins n.k. sunnudag 9. maí býður Göngum saman ungum sem öldnum í klukkustundargöngu um Laugardalinn, lagt verður af stað frá Skautahöllinni kl. 11.

Nú er veggspjald með auglýsingu um gönguna tilbúið og hægt er að nálgast það hér.

GongumSaman_A4_Vor.pdf.

Gangan er gjaldfrjáls en tekið verður við frjálsum framlögum í styrktarsjóðinn auk þess sem skemmtilegur varningur verður seldur fyrir og eftir göngu og rennur andvirði sölunnar einnig í styrktarsjóðinn.


Gangan markar upphafið að undirbúningi fyrir Stóru styrktargönguna 5. september næstkomandi en þá verður gengið víða um land.

Vinsamlega látið sem flesta vita af göngunni.

Fjölmennum og göngum saman í vorinu.

                                       Frá vorgöngunni á mæðradaginn 2009.