Ţú ert hér:Fréttir
Fréttir
19.05.2010
Akureyringar gengu međ Dalvíkingum á mánudaginn

Fimm konur úr Akureyrardeild Göngum saman heimsóttu Dalvíkurdeildina og gengu með þeim í vikulegri göngu þeirra síðast liðið mánudagskvöld. Eftir gönguna var sest inn á kaffiteríuna í Menningarhúsinu Bergi og spjallað lengi. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn og stefna Dalvíkurkonur á að ganga með Akureyrardeildinni eitthvert þriðjudagskvöldið og fara á kaffihús á eftir.