Ţú ert hér:M2015-landid

Gengið var á fjórtán stöðum á landsbyggðinni. Í Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði, Hvammstanga, Siglufirði, Akureyri, Vopnafirði, Egilsstöðum, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Höfn, Vestmannaeyjum og Selfossi.

Alls gengu hátt í 900 manns utan Reykjavíkur. Fínt veður var um allt land en gengið var í snjó sums staðar. Fólk naut samverunnar hvar sem gengið var og víða gæddi fólk sér á brjóstabollum eða öðru góðgæti á eftir til styrktar Göngum saman.

Göngufólk á Egilsstöðum.

Hálsklútar hannaðir af JÖR og innkaupapokar sem Sigurborg Stefánsdóttir hannaði selt fyrir gönguna í Vestmannaeyjum og hluti göngufólks þar.

Göngufólk á Hvammstanga.

Í ár var í fyrsta skipti gengið á Vopnafirði - og vonandi ekki í það síðasta.

Það var gleði og gaman á Neskaupstað.

Það var farið út af malbikinu á  Patreksfirði.

Á Höfn - fallegu hálsklútarnir sem JÖR hannaði fyrir Göngum saman.

Það var mikið fjör fyrir gönguna á Akureyri.

Lagt af stað í gönguna á Akureyri.