Ţú ert hér:M2015-Rvik

Í Reykjavík var mikið fjör á Háskólatorgi sem opnaði kl. 10. Búið var að koma upp sölubásum með nýjum bolum og hálslútum sem JÖR hannaði sérstaklega fyrir Göngum saman og nýja margnota poka sem Sigurborg Stefánsdóttir hannaði í tilefni mæðradagsgöngunnar.

Þá var glæsileg hlutavelta komin upp en þar var að finna mikið af flottum vinningum sem velunnarar félagsins gáfu til verkefnisins. Sú nýbreytni var í ár að fá styrkþega Göngum saman til að vera á staðnum og gefa gestum tækifæri til að kynna sér rannsóknir þeirra  og svara spurningum gesta.

Sólin fór að skína um 10 leytið eftir að fólk vaknaði við hvíta jörð.

Veðrið lék við göngugesti sem voru kátir og glaðir. Enda annað erfitt eftir að Skólahljómsveit Austurbæjar leiddi gönguna í upphafi. Gengið var yfir göngubrúna við Njarðargötu yfir í Hljómskálagarðinn og þaðan gengið hringinn í kringum tjörnina og til baka á Háskólatorg.