Ţú ert hér:Félagiđ

Framtíðarsýn Göngum saman fyrir árið 2016

Hreyfing - Gleði - Heilbrigði

Veturinn 2010-2011 var notaður í stefnumótun félagsins. Stefnumótunarvinnan staðfesti að kjarninn í Göngum saman er að félagið er landssamtök sem styrkja rannsóknir sem miðast að því að skilja betur uppruna og eðli brjóstakrabbameins.

Niðurstöður vinnunnar undirstrika mikilvægi hreyfingar og grunnrannsókna í starfi félagsins. Í gegnum félagið gefst almenningi og fyrirtækjum tækifæri til að stuðla að aukinni þekkingu á uppruna og eðli brjóstakrabbameins með því að styðja íslenskt vísindafólk sem rannsakar brjóstakrabbamein. Grasrótin er mikilvæg og Göngum saman gefur öllum tækifæri til að vinna saman að þessu mikilvæga máli.