Ţú ert hér:Rannsóknarstyrkir Göngum saman

Rannsóknarstyrkir Göngum saman

Styrktarsjóður Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Starfsemi félagsins miðar að því að safna fé og efla styrktarsjóð félagsins til að taka þátt í því mikilvæga starfi að rannsaka eðli og uppruna brjóstakrabbameins.

Frá stofnun félagsins hefur Göngum saman úthlutað rúmlega 90 milljónum í rannsóknastyrki til íslenskra vísindamanna sem stunda grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi. Fyrsti styrkurinn var veittur árið 2007 en síðan hefur Göngum saman veitt styrki á hverju ári, nú síðast 10 milljónum króna í október 2018. 

Styrkir eru ávallt veittir í október, en sá mánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini um allan heim.

Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Opnað er fyrir umsóknir um miðjan júní. Umsóknarfrestur er í byrjun september.