Ţú ert hér:New York

Eitt og hálft maraþon að baki

7. október 2007

Þær eru bara hetjur þessar stelpur. Þeim tókst ætlunarverkið og eru komnar í mark þreyttar en ánægðar. Fyrir utan ánægjuna þá hafa þær uppskorið mismunandi margar blöðrur sem þarf að meðhöndla og/eða strengi í áður óþekktum vöðvum sem fengu heldur betur að finna fyrir hörðum götum NY.  Nótt í tjaldi var ekki það versta, heldur var færanlega salernisaðstaðan, þessar grænu og bláu einingar sem bara verða (ó)geðslegri með tímanum farnar að vera okkar konum frekar til trafala. Eftir góðan þvott og smá hvíld er ætlunin að fara út að borða í kvöld. Ef maður hefði ekki upplifað þetta með þeim þá gæti maður aldrei trúað því hvað þetta var erfið ganga. Ég bendi fólki á að inn á NYpost.com er eftirfarnadi frétt þar sem vitnað er í Gunnhildi um þessa göngu - en til að auðvelda ykkur þetta þá er fréttin hér:   kveðja Agnar viðhengi.

Rétt áður en við sjáum fréttina í Ny POST þá…

ES/PS. Þar sem ég var löngu búinn að loka færslunni áður en við fórum að borða þá er skemmst frá því að segja að stelpurnar léku á alls oddi í kvöld. Ekki var að sjá að þær væru búnar að rölta 63 kílómetra, sofa í tjaldi eina nótt og ….. . Þeim þótti verst að það voru fleiri en þær sem heyrðist í á staðnum sem heitir Churrascaria Plataforma (Brasilískur) þannig að þær gætu ekki átt hann einar og óskiptar.  Helst vildu þær helst ekki fá PowerAid orkudrykk heldur bara rauðan eða glæran vínberjasafa sem geymdur er á flöskum í smá tíma (áður en hann er drukkinn), varð að vísu til þess að kliðurinn í öðrum varð hópnum ekki til trafala.  - óvíst að PowerAid verði drukkið í bráð í þessum hópi. Nú tekur við heimsókn í Spa á morgun og síðan pínulítið búðarráp fyrir þær sem eiga eftir að styðja við bandaríska efnahagskerfið.

Stelpur munið bara að lúkkið er allt, varaliturinn verður að vera á sínum stað.