Ţú ert hér:Stóra gangan

Styrktarganga Göngum saman 2016 fór fram á mæðradaginn, sunnudaginn 8. maí s.l.

Gengið var á 16 stöðum um allt land; Borgarnes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Hvammstangi, Siglufjörður, Akureyri, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Neskaupsstaður, Reyðarfjörður, Höfn, Vestmannaeyjar, Hveragerði, Reykjanesbær og Reykjavík.

Víða var hitað upp fyrir göngu og á myndinni má sjá göngufólk á Höfn í Hornafirði.

Góð þátttaka var í göngunni, á annað þúsund manns gengju á landsvísu. Eins og fyrri ár var mikil gleði sem einkenndi gönguna. Myndir og lýsingar um gönguna í Reykjavík er að finna hér og frá öðrum stöðum hér.

Sala á varningi félagsins gekk vel og söfnunarbaukum vel tekið. Félagið þakkar öllum sem tóku þátt í göngunni og lögðu sitt að mörkum til þessa mikilvæga verkefnis.

Eins og kortið hér að neðan sýnir þá var hægt að finna göngustað um allt land. Heimafólk sá um að skipuleggja og undirbúa gönguna á hverjum stað og er Göngum saman þakklátt fyrir allan þann stuðning sem sjálfboðaliðar félagsins leggja á sig að þessu tilefni.

Göngustaðir Mæðradagsgöngu Göngum saman í maí 2016