Ţú ert hér:Fyrsta styrkveitingin, áriđ 2007

 

Þann 22. okt. 2007 veitti styrktarfélagið Göngum saman í fyrsta sinn styrk til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Að þessu sinni var styrkurinn veittur í minningu Jóhönnu Á. H. Jóhannsdóttur sem lést 6. september 2007 af völdum brjóstakrabbameins. Jóhanna var ein af okkur Göngum saman konunum og stefndi að því ganga með hópnum í New York í október 2007.

Styrkinn, 3 milljónir, hlaut rannsóknastofa Jórunnar Erlu Eyfjörð prófessors við Læknadeild HÍ vegna verkefnanna: Hlutverk BRCA2 próteins við frumuskiptingar   - rannsakandi Ásta Björk Jónsdóttir, BRCA-lík svipgerð í brjóstakrabbameinum og áhrif sértækra lyfjasprota – rannsakandi Ólafur Andri Stefánsson og Uppstokkun litninga við brjóstakrabbameinsmyndun – varnarhlutverk BRCA2 –rannsakandi Sigríður Klara Böðvarsdóttir. Þau eru öll doktorsnemar við Háskóla Íslands.

 

Styrkþegarnir ásamt Göngum saman konum við fyrstu úthlutunina úr styrktarsjóði félagsins.