Ţú ert hér:Söfnunin og uppákomur

Það var ýmislegt gert til að safna peningum frá vormánuðum og fram til október 2007 er farið var til New York og gengið í Avon göngunni 6.-7. október.

Konurnar í Göngum saman notuðu ýmis tilefni til fjáröflunar, m.a. skipulagði ein sem gifti sig um sumarið sitt eigið gæsapartý sem fjáröflunarsamkomu, önnur hélt upp á 55 ára afmælið sitt með fjáröflunarteiti. Í báðum þessum tilfellum studdu Dísa og Bjössi í Laugum Göngum saman með því að bjóða viðkomandi konum upp á aðstöðu í Laugum.

Hreyfing skipar stóran sess í hugmyndafræði Göngum saman. Það voru tvær fjáröflunarleiðir sumarið 2007 sem tengdust göngu og hlaupum, Reykjavíkurmaraþon Glitnis í ágúst en Göngum saman var þar eitt félaganna sem unnt var að heita á og síðan kölluðu konurnar í Göngum saman vini og vandamenn saman til að labba með sér um Seltjarnarnesið í byrjun september.