Ţú ert hér:Glitnismaraţon

 

Í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Glitnis sem fram fór 18. ágúst 2007 var safnað áheitum sem runnu til góðgerðarfélaga og ákveðinna málefna. Göngum saman - rannsóknir á brjóstakrabbameini var eitt þeirra málefna sem hægt var að styrkja.Glitnir styrkti starfsmenn sína um 3.000 kr og viðskiptavini sína um 500 kr. fyrir hvern kílómetra sem þeir hlupa og runnu peningarnir til þeirra góðgerðarfélaga sem hlaupararnir völdu.

Göngum saman fékk gríðarlegan stuðning. Það hlupu 88 manns fyrir Göngum saman, frá 3 km upp í heilt maraþon, alls 1217 km sem næstum jafngildir einum hring í kringum Ísland (rúmlega 1300 km). Styrkurinn, tæplega 1,5 milljón krónur var afhentur við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Konurnar í Göngum saman voru þakklátar öllum þeim mörgu krökkum, konum og körlum sem hlupu eða gengu fyrir málstaðinn svo og öllum þeim fjölmörgu sem hétu á hlauparana.