Ţú ert hér:Hreyfing sem forvörn

Hreyfing sem forvörn

Það hefur verið bent á mikilvægi hreyfingar sem forvörn gegn brjóstakrabbameini eftir tíðarhvörf en nýlegar rannsóknir benda til að hreyfing geti einnig dregið úr hættu á krabbameini í brjóstum yngri kvenna.

 

Ganga getur verið mikilvæg forvörn gegn brjóstakrabbameini. Rannsókn nokkur sem fylgdist með þúsundum hjúkrunarkvenna sýndi að konur sem gengu rösklega a.m.k. 7 klukkustundir á viku fengu síður brjóstakrabbamein. Upplýsingar fengnar á netinu - http://walking.about.com/cs/cancerprevention/a/bcnursestudy.htm

 

Niðurstöður nýlegrar bandarískrar rannsóknar bendir til þess að íþróttaiðkun unglingsstúlkna geti dregið úr hættu á brjóstakrabbameini fyrir tíðarhvörf. Sjá umfjöllun Associate Press um rannsóknina, 13. maí 2008, hér. Einnig er hægt að nálgast hér á síðunni ágrip vísindagreinar sem fjallar um niðurstöður rannsóknarinnar og birtist í Journal of the National Cancer Institute, 21. maí 2008. Abstract_JNCI_may08.pdf